Jan 25, 2007

komin heim, reyndar búin að vera heima í einn sólahring en hverju skiptir það.

það er æðislegt að vera komin heim ég er búin að sakna þess að vera hérna og það er virkilega langt síðan ég hef verið hérna með engar áhyggjur ekkert að gera nema jú finna mér eitthvað að gera. í dag sat ég í tölvunni fiktaði í photoshop með hjálp netsíðunar sem thea benti mér á, ef einhver veit um aðrar endilega segja mér frá. Síðan fór ég út með brauðpoka og gaf hestunum mínum brauð varð síðan reið við þá vegna þess að þeir voru frekjur og reyndu að hlaupa á mig til þess að fá brauð. Svo lék ég mér aðeins við hundana mína, annar þeirra hrinti mér?

svooooo er ég BARA búin að borða góðan mat síðasta sólahringinn. nautakjöt og bernaise a la mamma (sólveig þú sást hvað ég elska það mikið).

mikið þykir mér gott að vera heima svona á milli anna.

síðan fer ég til rvk eftir tvo daga og ég hlakka svo til,allt þetta plan okkar.

"versla" á laugardaginn
footlose á laugardagskvöldið
sjopping á sunnudaginn
borganes á sunnudaginn
sveitinn hennar elsu á mánudaginn
sveitinn hennar elsu ennþá á þriðjudaginn
skólinn á miðvikudaginn

ætla að fara reyna hætta að hoppa af gleði yfir þessum 12 sæludögum mínum:)

ást til allra

RaggaÝr

p.s. Birkir hvar eru kommentinn?

ein mynd að lokum sem ég gerði í dag (veit að þetta er ekkert rosa en þetta er byrjun)

Jan 22, 2007

fokk jééé.. búin í prófum!

eða kláraði þau á föstudaginn

takk stelpur fyrir sexandthecity-kokteilapartýið og takk hjalti fyrir kokteilana.


farin að gera ekki neitt

bæb

Jan 16, 2007

Jan 11, 2007

Próf

eitt búið fjögur eftir.

ekkert spes að gerast þessa dagana nema læra. geri ekki annað.
hætti þessu á föstudaginn í næstu viku og þá tekur við tveggja vikna frí frá skóla.

Jan 7, 2007

nýtt ár, nýtt blogg

var orðin leið á hinu dótinu þannig ég ákvað að koma aftur hingað.
sem byrjunarblogg á þessari síðu ætla ég að kveðja gamla árið með myndum.
myndir sem gleðja mig þegar ég skoða þær og minna mig á hvað árið var skemmtilegt.
tvær utanlandsferðir, fjögur ný lönd,tvær heimsálfur.
fullt af tónleikum, hver öðrum skemmtilegri.
fullt af skemmtilegum helgum, stundum ekki einu sinni helgar (bob marley, skjeggjó og badminton)
og önnur skemmtileg atvik.







Create Your Own