Jul 31, 2007

fallegu fallegu skór.



mig vantar tilefni til þess að klæðast þeim. hugmyndir?

Jul 18, 2007

helst í fréttum frá mér

langt síðan síðast.
það sem ég er búin að vera gera er vinna. alla daga nema daganna 2-12 júlí þá var ég úti á Roskilde-Festival.

Hróarskelda var frábær, ég skemmti mér svo vel. Já, þrátt fyrir að það hafi rignt heilmikið þá var þetta bara svona hlutur sem fer í reynslubankann. Ég held að þetta hafi bara verið skemmtilegra vegna þess að það rigndi. Ég skal samt viðurkenna það að það var tímapunktur sem ég hélt að ég myndi gefast upp og fara á hótel einhversstaðar en þá fór ég bara að sofa og þá vaknaði daginn eftir staðráðinn í því að ég myndi lifa þetta af og þetta myndi ekkert geta orðið verra. jújú það tókst næstum..öll fötin mín blotnuðu nema gallapilsið mitt, gammósíurnar mínar (með typpagatinu), einn bolur, einpeysa og svo regnvindjakkinn minn og svo náði ég að þurkka regnbuxurnar mínar ég keypti mér ný stígvél. Fötin mín sendi ég til Köben með hinum sem gáfust upp og bað þau um að þvo þau fyrir mig.
Ég náði að halda fötunum mínum hreinum í einn sólahring svo datt í ég drulluna þegar ég var að hlaupa á eftir þorvaldi og Jónasi vegna þess að þeir heyrðu lagið Tarantula og þeir héldu að Pendulum væri að spila þannig þeir hlupu af stað og ég á eftir til þess að ég myndi nú ekki týnast en datt í drulluna og strákarnir komust aldrei að því hvort Pendulum hafi verið að spila vegna þess að ég fékk sár á hendina og ég þurfti að fara í First Aid tjaldið til þess að fá plástur.

Tónleikarnir voru líka mjög skemmtilegir. Arcade Fire og CSS stóðu uppúr hjá mér. en einnig sá ég LCD Soundsystem, The Killers, Björk, Beastie Boys, Klaxons, Queens of the Stone Age, Booka Shade, The Whitest Boy Alive, REd Hot Chili Peppers, Tiesto, Alpha Blondy, Arctic Monkeys og Muse.

Eftir Bjarkartónleikana þá röltum við heim í tjald en það var aðeins erfiðara en það var áður þar sem að pollarnir voru orðnir að stöðuvötnum og stígvélin mín voru greinilega ekki nógu há þannig að við þurftum að snúa við úr tveim stöðuvötnum vegna þess að ég komst ekki yfir þær. En loksins þegar við komumst heim þá var tjaldið mitt blautt og öll fötin mín. Það var eina kvöldið sem mig langaði virkilega mikið að fara bara heim. En ég ákvað að gefast ekki upp og ég er mjög mjög ánægð með það.



Það sem er helst að frétta af mér héðan frá Akureyri er jahh.. ég er alltaf að vinna og þegar ég er ekki að vinna þá er ég að láta mér leiðast eitthvað. Vill einhver fara koma með hobbý fyrir mig. Láta mig hafa hund til að fara út að labba með eða bara eitthvað.

Ætli einhver komi inn á þetta blogg ennþá það er spurning.

Bless í bili