Aug 13, 2007

á einhver eðlilega mynd af mér?




ég er mikið búin að spá í því afhverju í an*** ég geti ekki bara verið eðlileg fyrir framan myndavél. mér finnst það í alvörunni alveg virkilega erfitt!

Aug 7, 2007

sumarið alveg að verað búið og ég ekkert búin að gera. ætlaði að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera í haust og næsta haust og það sem eftir væri ævinar en í staðinn er ég búin að vinna eins og fífl, fara á Hróarskeldu, sofa og vera ómöguleg. alveg léleg.
mig vantar íbúð/herbergi í reykjavíkinni, en ég veit ekki til hvað langs tíma. kannski fer ég út eftir áramót, kannski geri ég bara alls ekki neitt. ég veit ekki.
kannski fer ég í lýðháskóla til Danmerkur, kannski í sjálfboðastarf einhversstaðar í evrópu, kannski bara eitthvað að ferðast. mig langar svo að sjá svo mikið en ég veit ekkert hvernig ég að fara að því. mig langar svo að upplifa menningu annarsstaðar en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því. Mig langar að ferðast ein, en ég get það ekki vegna þess að ég er af óæðra kyninu. helvítis ég! afhverju gat ég ekki fæðst sem strákur, þá hefði allt verið einhvern vegin svo miklu léttara. demmit.

það sem er að frétta af mér er að ég fór í klippingu og lét loksins klippa stutt öðru megin og sítt hinu megin klippingu, gosh. það hafa fjórar manneskjur tekið eftir því að ég væri búin að klippa mig, veit ekki alveg hvort ég eigi að taka því sem hinti um það að þetta sé ekkert það flott eða bara að þetta sé mér svo náttúrulegt að engin taki bara eftir því. hvað um það ég er ánægð með klippinguna mína. lov it, lov it, lov it. jeeee.