Feb 8, 2008

DK4

halló
svolítið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér.
það sem er búið að gerast síðan síðast.

- fór fýluferð til Óðinsvé, sem varð síðan allt í lagi skoðaði tvær kirkjur fékk góðan heilsusamlegan mat og missti af strætó en komst svo að því að við lásum vitlaust þannig við vorum 40 mín of snemma og búin að hlaupa alla leiðina á rútustöðina

- lærði nýtt lag á bassa (do your thing með Basement jaxx)
- gerði fullt af skálum og bollum í keramik
- horfðum á Finding Nemo í Valhallen og gistum þar. ég var sú eina sem vakti alla myndina og var hrikalega spennt allan tíman og hlæjandi allan tíman.

- ætluðum til Svendborg á djammið, en tókum vitlausa lest því lestarstjórinn gleymdi að skipta um skilti þannig við fórum til Óðinsvé og fórum á stað sem heitir Boogie's og reyndum að dansa þar við tónlistina sem var vægast sagt furðuleg á tímum en inn á milli komu góð lög.

- spilaði do your thing aðeins meira þar sem við ákváðum að spila það á vennefest.
- vikan leið með miklum undirbúning fyrir vennefest.

-Vennefest: Hjalti kom og hann skemmti sér svo vel:) og ég skemmti mér svo vel. Hljómsveitinn brillerne sló í gegn og við vorum klöppuð upp og fengum því að spila lagið tvisvar fyrir mannskapinn:)

- á miðvikudaginn í caféaften ákváðum við að vera með svona öskudagsþema. ég keypti mér star wars búning í rauðakrossinum á 50 kr og svo var honum breytt ohh við vorum svo flott.


- Í gær kvöddum við skólastjórann okkar þar sem hann var að hætta í dag en við ákváðum að koma honum á óvart í gær með góðum mat og gjöfum. (Nautakjöt með bearnaise, nammnamm (mömmu samt betri))

- í dag í morgensammling kvöddum við hann svo alveg og hann fór að gráta og þá fórum við að væla líka.. jibb það komu tár þetta var svo hjartnæmt og svo settist hann við píanóið og byrjaði að spila lagið with a little help from my friend með The Beatles og við sungum öll með.

ójá..
svona er þetta búið að vera og á morgun get ég valið á milli þess að sofa, gera eitthvað keramikdót, fara ein til óðinsvé eða teikna mynd af óléttri naktri konu sem ætlar að módelast fyrir okkur.. svo mikið að gera:)

knús og kram
RaggaÝr

6 comments:

Anonymous said...

jii þú verður að spila á bassann hans Baldurs fyrir mig þegar þú kemur heim barnið gott, ég er spennt

Anonymous said...

- hahahhhahah, thú ert svo ljót á thessari mynd Hitler Ragga:)
- trúi ekki ad thú hafir vakad yfir mynd!!!
- fórudi ad grenja? oj wtf
- eins gott thú veljir óléttu konuna!
- stofnum bassahljómsveit!

RaggaÝr said...

til í það herdís.. en það verður ekki jafn flott.

mc og got: það er til skárri mynd en ég á hana ekki. ég vakti yfir annarri mynd þar til mér var sagt að slökkva á henni þar sem allir voru sofnaðir. ójá það kom tár hjá mér (hvað er það?). ég valdi óléttu konuna og ég er rosalega léleg að teikna. og já gitta ég er til:)

Anonymous said...

jájájá, erum komin í undanúrslit í gettu betur!:D og ég sver að andrés indriðason er besti maður í heiminum.

RaggaÝr said...

ragga hólm: já ég veit.. ég elska hann. ég kem verð komin til íslands þegar þið keppið næst bjóðið mér í heimsókn:)

Anonymous said...

Haha elsk til thin!