Jan 13, 2008

DK1

jææææja.. þá er maður búin að prufa viku hérna í Ryslinge hojskole.

eins og er er þetta búið að vera alveg rosalega gaman. við erum bara 12 í skólanum, 4 íslendingar og 8 danir, 2 strákar og 10 stelpur, 3 austfirðingar og 2 MA-ingar.
ég og Thea flugum til Köben á fimmtudaginn í síðustu viku, komum til köben um kvöldið fórum á hótelið okkar á istegade, já ég veit núna að istegade er gatan þar sem allar kynlífsbúðirnar eru en við komumst ekki að því fyrr en við löbbuðum hana kl. 11 um kvöldið í leit að mat (eða þið vitið ég var að leita að mat og Thea kom með:)

Föstudaginn komumst við til Ryslinge tókum lest og rútu við voða duglegar, með smá hjálp frá rútubílstjóranum sem er núna okkar uppáhalds rútubílstjóri!
Fyrsta helgin var frekar erfið, maður var þreyttur eftir flugið og ferðalagið og dagskráin var frekar mikil en samt náði maður svona aðeins að sofa á milli. Við vorum að kynnast öllum um kvöldið fengum að vita hvað allir heita og svona. auðvitað gat engin sagt nafnið mitt ekki einu sinni viktor náði því rétt þar sem hann kallaði mig Ragnheiði! En jæja Laugardagurinn fór að mestu í ferð til Tåslinge sem ég held að sé einhver lítill bær, svo fórum við að skoða einhverja kirkju og í kirkugarðinum er eitthvað fólk jarðað sem gerði eitthvað sérstakt en ég veit ekkert hvað það var vegna þess að ég var ennþá að reyna skilja eitthvað af því sem þau segja, það er svo erfitt að hlusta á karlana tala hérna tala óskýrt og djúpt þannig maður nær ekkert að fylgjast með. Svo um kvöldið fórum við öll til skólastjóra/skólameistara og spiluðum og drukkum öl. síðan fóru nokkur okkar á krána sem er hérna ekta svona smábæarkrá, þar fattaði ég líka að í Danmörku reykir fólk á skemmtistöðunum!
Sunnudaginn áttum við að búa til leikrit um vitringana þrjá þar sem það var seinast dagur jóla, ég lék einn vitringin og ég var mállaus og þurfti því að leika með táknmáli. Síðan um kvöldið var filmaften þar sem við höfðum það kósý með nammi og horfðum á mynd. Þetta er svo kósý skóli, Ranna þú myndir fýla þetta í botn það er meira að segja fólk hérna sem gillar hvort annað á meðan þau horfa á myndir og annað:)
En já þá er komið að fögunum sem ég valdi, ég er í ljósmyndun, keramik, grøn sløjd og rythmisk sammenspil. ljósmyndun er mjög skemmtileg þrátt fyrir að ég sé algjör auli í þessu en maður lærir vonandi bara af þessu. keramik er mjögmjög erfið við erum að vinna með svona snúningsdót sem maður þarf að snúa með fótunum en þrátt fyrir mörg mörg mistök þá náði ég að klára tvo bolla og eina ogguponkulitla skál.
grøn sløjd er líka mjög skemmtileg við erum 6 stelpur í því og við fórum út í skóg í fyrsta tímanum og felldum tré svo héldum við á því heim og ég er að skera út tvo bolla útúr því, gat búið til koll (stól) en ég sá ekki fram á að koma honum heim þannig ég lét það vera.
ég er ekki ennþá búin að fara í rythmisk sammenspil en ég held það sé bara mjög gaman eins og allt hitt.

Svona er vikan búin að líða með filmaften, caféaften með mexíkönsku þema, göngutúr, hjólatúr. núna um helgina fórum við til Óðinsvé að versla (auðvitað fórum við í H&M) og í dag lítur allt út fyrir að við séum að fara í hjólatúr. Þannig það er nóg að gera.

en nú ætla ég að fara vaska upp eftir morkostinn niðri.

kveðja frá DK
RaggaÝr

8 comments:

Anonymous said...

Hey fokkfies, nennir einhver annar ad kommenta en eg! Hvenaer ma eg koma ad heimsaekja thig?

Anonymous said...

Sæl Ragnhildur
Þú verður bara að halda áfram að blogg blogg blogga ......svo við getum fylgst með ferðum þínum.Við erum farin að reyna að sjóða saman dagsskrá fyrir þorrablót.Og svo er þetta venjulega lífsviðurværið og svo frv.Er á leið í fjós biðjum að heilsa.kveðja ma og pa...og púkarnir.......p.s.þér er hér með boðið í þriggja rétta máltíð a la Helga matarpúki.Þegar þú kemur heim. :D

Anonymous said...

Já mér finnst bara eðlilegasta mál að gillast við sjónvarpið! Kannski þau komi því inn á þig...heheheh uu já, sé það gerast:)

Anonymous said...

Uff tetta hljomar allt svo vel! Mig langar i lydhaskola! Hehe, hlakka til ad hitta tig i mars! (Alltof morg upphropunarmerki i einu kommenti)

Anonymous said...

Svo gaman.. Hlakka samt til að fá þig heim!
Kv. Elsa

Anonymous said...

Jey gaman gaman. Eg hlo oft. Sa Theu fyrir mer fara med ther i leit ad mat. Bid ad heilsa henni, knus til ykkar beggja.

RaggaÝr said...

ég gleymdi að nefna það, hér er sérstakur tími alltaf klukkan 8:30 á hverjum morgni sem heitir morgunsöngur! á hverjum morgni þegar þið eruð að druslast útúr rúmunum ykkar kl. 7:30 á morgnanna þá er ég að syngja danska söngva eða kannski íslenska söngva sem eru þýddir yfir á dönsku!!!

Gitta þér er velkomið að koma þegar þú vilt!

ma og pa: hlakka til að koma heim í þriggja rétta máltíðina:D

Ranna: það er held ég ekki hægt að venja mig við þetta.

Ellen: það er allt í lagi!!!!!!!

Elsa: Hlakka líka til að hitta ykkur öll:)

Kristín: :*

Anonymous said...

Hey ég vil meira blogg thank you very nice!