Jan 18, 2008

DK2

jæja þá er 3 vikan að líða hérna í dk. ég er búin að hjóla meira en 30 km á fyrstu tveim vikunum sem er líklegast meira en ég hef hjólað síðustu 7 árin og ég stefni á fleiri hjólatúra það er gaman að hjóla í dk allt er svoi flatt!
Við erum búin að stofna hljómsveit hérna í rythmisk sammenspil og ég hlakka til að fara aftur í tíma á mánudaginn. Ég spila á Bassa (sem er náttúrulega það allsvalasta hljóðfæri sem til er).
Á þriðjudaginn kláraði ég svart/hvítu filmuna mína og framkallaði hana og svo er ég búin að vera stækka myndirnar hérna, vá hvað það er gaman, skemmti mér svo vel við þetta og get gjörsamlega gleymt mér inn í þessari myrkrakompu.
Á miðvikudaginn var svo caféaften, þema bananar í náttfötum. daginn eftir var frí í keramik því að kennarinn var veikur þannig ég fór út og hjólaði og svaf. Svo kvöddum við Brigaden í gær (það er semst hópur sem er búin að vera hérna sem er að fara til Nigaragúa) við dúkuðum og dekkuðum borð niðri í matsal og svo sátum við og borðuðum kalkún og drukkum vín með og fengum súkkulaði hnetuköku og ís og eitthvað (það er ótrúlegt hvað maturinn er góður hérna, en mömmumatur er náttúrulega langbestur alltaf (mamma engar áhyggjur)) í kvöld ætlum við til óðinsvé á jazztónleika við 5 sem erum eftir hérna í skólanum hin öll eru farin heim til sín. við ætlum að baka pítsu á morgun og við erum líka að fara setja einhver bréf í umslög á morgun og í staðinn fáum við massamikið af snakki og nammi og að horfa á einhverja mynd um kvöldið.

engar áhyggjur af mér ég skemmti mér konunlega
en ég sakna ykkar heima þrátt fyrir það:)

þegar ég kem heim ætla ég að vera búin að mastera bassann!

..hristu rassinn hér kemur bassinn..

vi ses

RaggaÝr

p.s. hver ætlar með mér á Roskilde 2008?

6 comments:

Anonymous said...

Þetta er svo áhyggjulaust líf og skemmtilegt eitthvað gosh.. Takk fyrir bloggið :)
luv Elsa

Anonymous said...

hahhaha... brother in bass! thu verdur aldrei betri en eg samt;)

Sólveig Edda said...

HÆ mús, gaman að heyra frá þér og skemmtilegt hvað þú segir alltaf ítarlega frá matnum;) I LOVE YOU!
Hlakka til að fá þig heim, það verður partý í Víðimelnum með okkur öllum þegar þu kemur til baka;) Skemmtu þér vel og vertu dugleg að hjóla af þér allan aukabjórinn sem þú ert að drekka;)

Kv.Sólveigur Eddi

Sólveig Edda said...

Hei ef mig langar að hringja í þig, hvert á ég þá að hringja?

Anonymous said...

Haha, tek undir med Solveigu, 50% af faerslunni fjalladi um mat!

Ast og knus til thin fra Udaipur.

RaggaÝr said...

auðvitað fjallar 50% um mat.. ég er mathákur hvað annað!